top of page

PítubrauðHingað til hefur píta í mínum huga ekkert verið neitt sérlega macros vænn matur. En auðvitað stundum í matinn hjá mér því þetta er bæði einfaldur og fljótlegur matur. Ég prufaði nýja uppskrift af pítubrauði og get fullyrt að ég mun ekki kaupa pítubrauð aftur úr búð.

Þessi pítubrauð eru gerð úr sömu uppskrift og próteinpizzan sem þú finnur uppskrift af hérna


Innihald í 4 pítur:


-1 bolli hveiti / 140gr

-1 bolli hreint skyr / 230gr

-1 tsk lyftiduft / 5gr


Ég gerði tvöfalda uppskrift fyrir okkur fjölskylduna 2 fullorðnir og 2 börn og það voru 2 afgangs.

Allt sett saman í skál og hnoðað saman, mér finnst þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum. Fletja út í hring sem er ca. 10cm í þvermál og setja á bökunarpappír. Þegar ég geri pizzurnar flet ég þær aðeins meira út, hef þá botna stærri, ca. 15cm í þvermál svo þið áttið ykkur á muninum.


Bakið pítubrauðin í 20 mín við 180 gráður.

Fyllið pítuna ykkar með niðurskornu grænmeti og nautahakki eða kjúklingi til að fá meira prótein í máltíðina.


Mjög sniðugt ráð að búa til þetta Lasanja eitt kvöld og nota svo afganginn af því í pítu daginn eftir með þessum pítubrauðum.

Ég elska sósur og það er engin píta án sósu, ég nota pítusósu en til að gera hana aðeins fituminni blanda ég henni 50/50 við létta ab mjólk eða kefir, fituminni sósa en gott bragð.


Næring í 100gr af brauðinu: (eitt brauð er ca. 75-85gr)

Kolvetni: 37,8 gr

Prótein: 14,1 gr

Fita: 0,6 gr

Trefjar: 1,4 gr


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comentarios


bottom of page