top of page
IMG_8645_edited.jpg

Hæ ég heiti Helga Magga, velkomin á síðuna mína

Hér ættir þú að finna það helsta sem við kemur þeirri næringarþjálfun sem ég er að bjóða upp á og hef gert undanfarin ár með góðum árangri. Ástríða mín liggur í að hjálpa fólki að ná heilsufarslegum markmiðum sínum að bættu heilsufari og vellíðan. Ég hef lokið næringarþjálfaranámi frá Precision Nutrition. 

Uppskriftirnar á síðunni eru hugsaðar fyrir fólkið sem er hjá mér í næringarþjálfun og til að gefa þeim góðar hugmyndir af næringarríkri fæðu, en ég vona einnig að fleiri geti nýtt sér uppskriftirnar. Næringin sem gefin er upp í uppskriftunum er yfirleitt miðuð við 100gr eða eina skál eftir atvikum og er það þá tekið fram. Mér finnst mikilvægt að hafa þessar upplýsingar við hverja uppskrift svo fólk geti gert sér grein fyrir næringunni í uppskriftinni. 

Endilega hafðu samband ef þig langar að leggja góðan grunn að hollara líferni á skemmtilegan og hvetjandi hátt. Ég hef verið með fólk í næringarþjálfun í rúm 5 ár og elska að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og ef það er eitthvað sem ég er góð í þá er það að hvetja þig áfram í að ná árangri ;)

Hafðu samband!

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page