top of page


Bakaður Camembert með parmaskinku og hunangi
Hér er á ferðinni ótrúlega einfaldur og góður réttur sem hentar vel sem forréttur, fullkominn réttur í saumaklúbbinn eða hittinginn. Nú eða einfaldlega sem kvöldmatur þegar þú vilt hafa eitthvað einfalt og gott. Þessar uppskriftir eru gerðar í samstarfi við MS Gott í matinn. Innihald 1 Camembert ostur 100 g parma skinka kasjúhnetur eða aðrar hnetur 2 - 3 msk hot honey eða venjulegt hunang rósmarín ferskt eða krydd súrdeigsbrauð eða kex Camembert osturinn er skorinn í bunnbita


Þakkargjörðarveisla
Það er svo gaman að elda þakkargjörðarveislu fyrir fjölskylduna og hér er kalkúnabringa ásamt meðlæti. Ég er búin að vera með algjört æði fyrir hvítkáli undanfarið og útbjó því geggjað hvítkál með kalkúninum. Hvítkálið passar einnig mjög vel sem forréttur eða hér sem meðlæti. Einnig er ferskt salat með sem er í senn jólalegt en ferskt. Meðlætið passar einnig mjög vel með kalkúnaskipi eða hnetusteik. Ef þú ert að elda hnetusteik er gott að skipta kjúklingakraftinum út fyrir gr
bottom of page


