top of page

Lasagne

Klassískur réttur sem allir elska, með því að bæta kotasælu við þennan rétt er hann mun próteinríkari en með hvítu sósunni sem sumir nota á milli, mæli með því að þú prófir.

500gr nautahakk

500gr kotasæla

500gr bolognese sósa/pastasósa

150gr rifinn ostur

9stk lasanja plötur (fer eftir stærð á fati)

100gr laukur (einn laukur)

2-3 hvítlauksrif

1 matskeið olía

1stk kjötkrafts tengingur (má sleppa)

200ml vatn

salt, pipar, hvítlaukskrydd, chilli krydd, oregano, timían um 1 tsk af hverju kryddi.


Byrjið á því að skera lauk og hvítlauk smátt og steikja upp úr olíunni, bætið hakkinu á pönnuna og steikið það og kryddið. Þegar hakkið er gegnumsteikt er pastasósunni bætt útá. Leysið kjötteninginn upp í 200ml af heitu vatni og bætið út á pönnuna ásamt kotasælunni. Kjötsósunni og pastaplötunum er raðað í lög og að lokum er osturinn settur ofaná, mér finnst gott að hafa 2 lög af pastaplötum. Rétturinn er hitaður við 180gráður í 35 mínútur.


Það tekur um það bil 15-20 mínútur að skella í þennan rétt, á meðan hann er í ofninum er tilvalið að fara út að ganga eða hlaupa á meðan ;)


Ef þú setur þennan rétt inn í myfitnesspal hjá þér sem uppskrift er mikilvægt að muna að vigta réttinn eftir að hann kemur út úr ofninum og muna að draga þyngdina á fatinu frá lokatölunni.

Næring í 100gr

Kolvetni: 10,2gr

Prótein: 13gr

Fita: 7gr

Trefjar: 0,5gr


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Commentaires


bottom of page