Þessi chilli con carne er reyndar ekki með neinu nautahakki heldur kalkúnahakki en nafnið varð samt að fá að standa. Ótrúlega fljótlegur og einfaldur réttur sem klikkar aldrei. Kalkúnahakk fæst frosið í Hagkaup og ég mæli svo mikið með því, bæði ódýrt, mjög próteinríkt og fitulítið.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup.
Innihald: - 1 msk olía
- 1 laukur 150 g - 2-3 hvítlauksgeirar - 600 g kalkúnahakk - 400 g niðursoðnir tómatar
- 170 g tómat púrra
- 20 g fljótandi kalkúnakraftur
- 100 gr vatn
- 300 g nýrnabaunir 1 dós vatninu hellt af
- 1 tsk salt
- 1 tsk pipar
- 1 tsk kúmín
- 1 tsk chillí, eða eftir smekk Þennan rétt þarf annað hvort að gera á stórri pönnu, pönnu með háum brúnum eða í potti.
Byrjaðu á því að steikja hvítlaukinn og laukinn upp úr olíunni, svo setur þú þiðið kalkúnahakkið út á pönnuna og steikir það í gegn og kryddar. Þú bætir svo restinni af innihaldsefnunum út á pönnuna og lætur þetta malla við vægan hita í um 20 mínútur eða lengur. Ég hef gert þetta í hádeginu og hitað upp um kvöldið, það er bara betra. Ef þér finnst rétturinn vera of þykkur þá má bæta við meira vatni.
Ég mæli með að mauka kotasælu með þessu, sjá hér, kotasælublandan eða nota sýrðan rjóma. Svo mæli ég að sjálfsögðu með því að vera með nachos með þessu.
Það er mjög sniðugt að gera tvöfalda uppskrift af þessum rétti og nota afganginn daginn eftir inn í vefjur með grænmeti eða inn í pítur með þessu próteinríka pítubrauði.
Næring í 100 g Kolvetni: 8,1 g Prótein: 10,6 g Fita: 2,9 g Trefjar: 2,5 g
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Chilli con carne.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments