top of page

Þakkargjörðarveisla

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • 2 hours ago
  • 2 min read

Það er svo gaman að elda þakkargjörðarveislu fyrir fjölskylduna og hér er kalkúnabringa ásamt meðlæti. Ég er búin að vera með algjört æði fyrir hvítkáli undanfarið og útbjó því geggjað hvítkál með kalkúninum. Hvítkálið passar einnig mjög vel sem forréttur eða hér sem meðlæti.

Einnig er ferskt salat með sem er í senn jólalegt en ferskt.

Meðlætið passar einnig mjög vel með kalkúnaskipi eða hnetusteik. Ef þú ert að elda hnetusteik er gott að skipta kjúklingakraftinum út fyrir grænmetiskraft.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allt í þennan rétt.

ree

Innihald:

Kalkúnabringa, ég var með 1200 g bringu

smjör til steikingar um 20 g

1 msk better than bouillon kjúklingakraftur

2 - 3 dl vatn


Hvítkálshaus

smjör til steikingar um 20 g

2 skarlottulaukar

1 solo hvítlaukur

2 msk hveiti

1 msk better than bouillon kjúklingakraftur

3 dl vatn

1 dl rjómaostur

fersk salvía frá Vaxa

parmesanostur um 1 dl

salt og pipar


Salat

granateplafræ úr einu granatepli um 1 bolli

hálfur rauðkálshaus um 2 bollar

1 paprika

hálf gúrka

1 stilkur vorlaukur

fersk mynta og ferskur kóríander frá Vaxa (má sleppa)


Salatdressing

safi úr hálfri appelsínu

1 msk döðlusíróp

1 msk olía

1 msk hvítvínsedik


Sósan

Brún sælkerasósa


Kalkúnafylling keypt tilbúin í Hagkaup


Kalkúnabringan er steikt upp úr smjöri í um 2 - 3 mínútur á hvorri hlið og svo sett í eldfast mót með loki eða í pott. Í pottinn set ég kjúklingasoðið (1 msk better than bouillon kjúklingakraftur og 2 - 3 dl vatn) þetta er grunnur í sósuna. Kalkúnninn fer svo inn í 170 gráðu heitan ofn í um 30 - 40 mínútur á hvert kg. Ég notaðist einnig við kjöthitamæli og miðaði við kjarnhita 71 gráðu.


Hvítkálið er skorið niður í hæfilega bita. Bitarnir steiktir upp úr smöri á hvorri hlið í um 4-5 mínútur, þá er það sett í eldfast mót og álpappír yfir það. Hvítkálið fer svo inn í ofn með kalkúninum síðustu 30 mínúturnar eða svo. Á meðan er sósan útbúin. Skarlottulaukurinn og hvítlaukurinn steiktir á pönnu, hveitinu blandað saman við ásamt kjúklingasoðinu (1 msk better than bouillon kjúklingakraftur og vatn). Ef til vill þarf að bæta við meira vatni 2 - 3 dl. Kryddað með salti og pipar. Salvía er skorin smátt niður og blanað saman við ásamt um 1 dl af rjómaosti. Hvítkálið er svo sett út í sósuna, þetta toppað með ferskri niðurskorinni salvíu ásamt parmesan osti.


Gott að leyfa kalkúninum að hvíla í um 20 mínútur eftir að hann kemur úr ofninum. Þá er einmitt sniðugt að setja kalkúnafyllinguna inn í ofn og hita hana í 20 mínútur á meðan kalkúnakjötið er að hvíla.


Soðinu er hellt af kalkúninum og blandað saman við sósuna. Sósan smökkuð til og ef til vill bragðbætt með salti ef á þarf að halda.


Öll innihaldsefnin í saltið skorin smátt niður og blandað saman í skál. Salatdressingin er útbúin og svo hellt yfir salatið.













bottom of page