top of page

Bakaður Camembert með parmaskinku og hunangi

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • 7 days ago
  • 1 min read

Hér er á ferðinni ótrúlega einfaldur og góður réttur sem hentar vel sem forréttur, fullkominn réttur í saumaklúbbinn eða hittinginn. Nú eða einfaldlega sem kvöldmatur þegar þú vilt hafa eitthvað einfalt og gott.

Þessar uppskriftir eru gerðar í samstarfi við MS Gott í matinn.

ree

Innihald

1 Camembert ostur

100 g parma skinka

kasjúhnetur eða aðrar hnetur

2 - 3 msk hot honey eða venjulegt hunang

rósmarín ferskt eða krydd

súrdeigsbrauð eða kex


Camembert osturinn er skorinn í bunnbita og raðað í eldfast mót. Parmaskinkan er skorin niður, hæfilegt að skera hverja sneið í 2 - 3 bita, parmaskinkunni er svo raðað í kring um ostinn í eldfasta mótinu. Kasjúhneturnar skornar smátt og þær settar yfir ásamt hunanginu og rósmaríninu.

Rétturinn er svo hitaður við 180 gráður í 5 - 7 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað. Borið strax fram með ristuðu súrdeigsbrauði eða kexi.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


ree



Comments


bottom of page