Grísk jógúrtskál með súkkulaðiskel
- Helga Gunnarsdottir
- 3 days ago
- 1 min read
Þessar ljómandi góðu grísku jógúrt skálar eru akkúrat það sem við þurfum núna í janúar. Skálina er hægt að borða hvenær sem er, hún passar sem millimál eða eftirréttur ef því er að skipta.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS Gott í matinn.

Innihald í 3 skálar
300 g grísk jógúrt /3 dl
45 g hnetusmjör / 3 msk
25 g hunang / 3 tsk
salthnetur til skrauts (má sleppa)
Súkkulaðið
10 g kókosolía
10 g kakó
10 g hunang eða önnur sæta
Grísku jógúrtinni, hnetusmjörinu og hunanginu er blandað saman í skál. Uppskriftin gerir ráð fyrir 3 skálum en auðveldlega má skipta þessu upp frekar í 2 eða 4 skálar. Eins er auðelt að stækka uppskriftina ef þú ert að gera fyrir fleiri í einu. Innihaldinu er skipt í skálarnar og svo hafist handa við að útbúa súkkulaðið. Kókosolían brædd í örbylgju eða yfir vatnsbaði, kakóinu og hunanginu svo blandað saman við og dreift jafnt yfir skálarnar. Gott að skreyta með salthnetum.
Gott að láta skálarnar bíða í ísskáp í amk. 15 mín áður en þær eru bornar fram.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó skálarnar til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga





Comments