top of page

Stökkar kartöflur með sósu

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • Nov 19, 2025
  • 1 min read

Þessar stökku kartöflur henta ótrúlega vel sem meðlæti með mat eða einar og sér sem forréttur eða partýréttur.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS Gott í matinn.

ree

Innihald

Kartöflur 7 - 800 g

10% sýrður rjómi MS

1 poki rifinn granítostur MS

límóna

vorlaukur

fersk steinselja

salt og pipar

hvítlaukskrydd

ólífuolía


Kartöflurnar eru soðnar í um 20 mínútur í söltu vatni, vatninu hellt af þeim og þær færðar yfir á ofnplötu með bökunarpappír. Ég setti þær á tvær plötur. Kartöflurnar skornar í tvennt og smá ólífuolíu hellt yfir þær. Kartöflurnar kramdar með klasi, sniðugt að setja smá olíu á botninn á glasinu, þá festist það síður við kartöflurnar. Reynið að hafa kartöflurnar þunnar, þá verða þær stökkari.

Kartöflurnar eru svo kryddaðar með salti, pipar og hvítlaukskryddi, smá granítostur settur ofan á hverja kartöflu. Þetta er svo hitað í ofni við 190 gráður í um 30 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.


Á meðan kartöflurnar eru í ofninum er sósan búin til. Sýrður rjómi settur í skál ásamt safa úr einni límónu, salti, pipar og hvítlaukskryddi, þessu blandað saman. Það má einnig nota ferskan hvítlauk fyrir sterkara hvítlauksbragð. Vorlaukurinn skorinn smátt ásamt steinseljunni og blandað saman við sósuna. Sósan sett í skál og borin fram með kartöflunum. Gott að geyma smá niðurskorna steinselju til að setja yfir kartöflurnar sem skraut í lokin.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó kartöflurnar til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga





Comments


bottom of page