Þessar vefjur eru ekki bara góðar heldur einnig stútfullar af góðri næringu, bæði kolvetna- og próteinríkar og það eina sem þú þarft í þær eru rauðar linsubaunir, vatn og smá salt. Neðar á síðunni er einnig að finna uppskrift af sinnepssósunni sem sést á myndinni.
Innihald:
-200 gr rauðar linsubaunir (einn bolli)
-2 bollar volgt vatn
-salt (1 tsk eða minna)
Leggið linsubaunirnar í bleyti í um 2-3 klst. Eftir þann tíma er baununum og vatninu hellt yfir í blandara og blandað vel saman ásamt saltinu. Hellið smá af deiginu á heita pönnu og steikið á báðum hliðum. Deigið er frekar þykkt svo það er mikilvægt að dreifa aðeins úr því á pönnunni með sleif. Þú færð um 8 stk af vefjum úr uppskriftinni en það fer þó allt eftir stærð. Það er líka mjög gott að prufa að setja mismunandi krydd út í deigið til dæmis laukkrydd eða oregano.
Fyllið vefjurnar ykkar af því sem ykkur þykir gott, til dæmis grænmeti og kjúklingur.
Næring í 100 gr
Kolvetni: 21,1 gr Prótein: 10,5 gr Fita: 0,6 gr Trefjar: 4,9 gr
Hér er uppskrift af sinnepssósu sem er einstaklega macros væn og klikkar aldrei.
Sinnepssósa:
-100 gr létt ab mjólk
-15 gr dijon sinnep (1mtsk)
-salt og pipar
Næring í 100gr af sósunni. Kolvetni: 3,7 gr Prótein: 4,2 gr Fita: 2,7 gr Trefjar: 0 gr
Smelltu hér til að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó vefjurnar til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
留言