top of page

Vefjur með límónu dressingu

Þessi dressing er svo einföld, fljótleg og bragðgóð. Passar nánast með öllu en er einstaklega góð inn í vefjur með grænmeti og kjúklingi. Hentar mjög vel sem hádegismatur eða kvöldmatur.

Ég hef einnig notað þessa sósu á pastasalat, út á salat, með grillkjöti og ofan á hrökkbrauðið með kotasælunni. Eins og þið sjáið þá eru möguleikarnir margir.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - gott í matinn.

Innihald: 180 g sýrður rjómi 10% (ein dós) 1 hvítlauksrif safi úr einni límónu

1 tsk hunang (10 g) smá salt og pipar Innihaldsefnunum er blandað saman í skál. Mér finnst sósan betri ef hún fær að taka sig í um 2 klst áður en hún er notuð, þá nærðu fram meira bragði af hvítlauknum, en það er líka í góðu lagi að bera hana strax fram.


Þú velur þér þínar uppáhalds vefjur, fyllir þær með grænmeti og kjúklingi ásamt lime dressingunni.

Næring í 100 g af sósunni Kolvetni: 8,9 g Prótein: 3,4 g Fita: 8,6 g Trefjar: 0,1 g


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég sósuna til.

Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments


bottom of page