top of page

Túnfisksalat með twaróg osti

Túnfisksalat er svo mikið snilld í millimál, hádegismat eða kvöldmat. Þetta er matarmikið túnfisksalat sem bæði er hægt að borða eintómt, á hrökkbrauð eða brauð.

Í þessa uppskrift er ég að prófa nýjan ost frá MS, íslenskur twaróg ostur samkvæmt pólskri hefð. Osturinn er vinsælasti ostur Póllands og er nú framleiddur á Íslandi. Twaróg er kvargostur svipaður og kotasæla. Hann er örlítið fitu- og próteinríkari en kotasæla og hentar vel í matargerð. Pólverjar nota þennan ost mikið og er mjög vinsælt hjá þeim að nota hann í ostakökur.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald:

-230 gr kjúklingabaunir /ein dós

-125 gr túnfiskur /ein dós

-50 gr rauðlaukur

-110 gr tómatur 1-2 stk

-100 gr twaróg

-200 gr grísk jógúrt

-ferskt kóríander (má sleppa)

Krydda með salti, pipar, hvítlauk, papriku, chilli


Byrjið á því að hella vatninu af kjúklingabaununum, skola þær og stappa með gaffli. Vatninu er hellt af túnfisknum og blandað saman við kjúklingabaunirnar ásamt niðurskornum tómötunum, lauk, twaróg og grískri jógúrt. Kryddaðu með salti, pipar, hvítlauk og papriku. Ef þér finnst salatið vera of þurrt, bættu þá útí smá safa af tómötunum eða meiri grískri jógúrt.

Næring í 100 gr: Kolvetni: 7,4 gr Prótein: 10 gr Fita: 4,2 gr Trefjar: 1,2 gr Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Túnfisksalat með twaróg osti.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó salatið til.

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page