top of page

Túnfisksalat án mayo

Þetta túnfisksalat er aðeins öðruvísi en fólk er vant, hrikalega gott og ferskt. Mjög góð tilbreyting að vera með túnfisksalat sem er svona ferskt. Það er bæði gott að setja það á hrökkbrauð þar sem salatið sjálft er kolvetnalítið en einnig gott að bæta salati við þetta og borða þannig.

Ég mæli alveg með því að gera tvöfalda uppskrift af þessu, þetta rýkur út!


Uppskriftin er eftirfarandi:

120 gr túnfiskur í vatni (ein dós, vatninu hellt af)

130 gr gúrka (ca. hálf gúrka)

83 gr avocado (eitt lítið)

40 gr rauðlaukur (eða eftir smekk)

35 gr feta ostur

safi úr einni límónu

smá kóríander fyrir fyrir þá sem vilja.

Salt og pipar


Allt skorið frekar smátt niður og blandað saman í skál.


Næring í 100 gr Kolvetni: 3,8 gr Prótein: 9,2 gr Fita: 5,5 gr Trefjar: 1,7 gr






























Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


留言


bottom of page