top of page

Túnfisksalat

Ef það er eitthvað sem við fjölskyldan elskum þá er það túnfisksalat. Þetta er svo fullkomin máltíð hvað macrosið varðar, salatið með brauði eða hrökkbrauði. Mjög próteintíkt og með temmilega miklu magni af fitu, kolvetnin fæ ég svo úr brauði eða hrökkbrauði sem ég borða með salatinu.


Innihald: - 125gr túnfiskur (ein dós) - 230gr kotasæla - 150gr egg (3stk) - 100ml létt ab mjólk - kryddað eftir smekk, mér finnst gott að setja laukkrydd, hvítlaukssalt, paprikukrydd um 1/2tsk af hverju kryddi og svo smá chilli. Setjið öll innihaldsefnin í litla skál, skerið eggin niður í litla bita og hrærið öllu saman. Ég nota alltaf túnfisk í vatni í túnfisksalat.

Á þessu stigi er hægt að blanda ýmsu í salatið og gera nýja uppskrift í hvert sinn, hér eru nokkar hugmyndir sem er sniðugt að setja í salatið til tilbreytinga: laukur, smátt skornir eplabitar, avocado, 1tsk chilli mauk, 1 tsk grænt karrí mauk, 1 mtsk dijon sinnep, grænt pestó, rautt pestó, gúrkubitar, smátt skorin vínber. Möguleikarnir eru endalausir og það væri gaman að heyra frá þér hvað þér finnst best að setja í þitt salat.

Næring í 100gr Kolvetni: 3 gr Prótein: 13,9 gr Fita: 4,8 gr Trefjar: 0 gr Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða túnfisksalat.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó salatið til.

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page