top of page

Tiramisú morgungrautur

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • Sep 23
  • 1 min read

Tiramisú er einn af mínum uppáhalds réttum. Hér er útgáfa af næringarríkum og frábærlega góðum grautur sem tilvalinn er í morgunmat, hádegismat eða hvenær sem er. Það er sniðugt að búa þennan graut til kvöldinu áður en það er líka hægt að gera hann samdægurs. Þessi grautur er svo góður með rjúkandi heitum kaffibolla, algjör snilld í nesti.

ree

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald fyrir einn

40 g haframjöl

5 g chiia fræ

5 g kakó duft

smá salt

25 gr vanillu próteinduft

1 lítill sterkur kaffibolli 50 ml

50 ml mjólk

1 dós Ísey skyr púff með kaffi og súkkulaði, 125 g


Þú byrjar á að setja saman í skál haframjöl, chia fræ, kakó, salt og próteinduft. Blandar svo saman við þetta kaffinu og mjólkinni og lætur blönduna bíða í um 10 mínútur á meðan chiia fræin eru að taka sig.


Þú raðar svo lögum af hafragrautnum og skyr púffinu á víxl og setur smá kakó efst.

Mér finnst þægilegt að nota instant kaffiduft til að búa til kaffibollann.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó þennan rétt til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

 
 
 

Comments


bottom of page