Sumarlegt salat sem hentar vel sem forréttur, léttur réttur eða meðlæti með grillmatnum.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.
Innihald í salat
1 poki klettasalat 75 g
hálf kantalópumelóna um 160 g
1 bréf parma skinka 100 g
1 box mozzarella kúlur 180 g
2-3 msk balsamik gljái
1-2 msk ólífuolía
Þú byrjar á því að skola og þerra klettasalatið og raða því á fat. Parma skinkan er grilluð eða steikt á pönnu þar til hún er orðin stökk. Melónan er skorin í litla bita svipað stóra og mozzarella kúlurnar eða kúlur búnar til með melónuskera.
Þegar parmaskinkan er tilbúin er hún kæld og svo skorin í litla bita eða mulin niður yfir klettasalatið. Melónukúlurnar settar þar ofan á og svo mozzarella osturinn efst. Ólífuolíu hellt yfir ásamt balsamik gljáanum.
Það má einnig raða þessu á hvern disk ef um forrétt er að ræða. Ef þú ert að útbúa salatið fyrirfram er gott að setja olíuna og balsamik gljáann yfir salatið þegar það er borið fram.
Næring í 100 g
Kolvetni: 5,5 g
Prótein: 13,2 g
Fita: 13,2 g
Trefjar: 0,2 g
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Sumarsalat með mozzarella.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments