top of page

Súkkulaðiboost

Það er alltaf smá markmið hjá mér að koma inn góðri næringu í mataræðið hjá börnunum mínum og ein besta leiðin til þess er að búa til boost. Þá er enginn að kvarta yfir því að ég sé að láta þau borða baunir eða kúrbít eða hvað sem það er sem ég set í boostið.


Í þessu boosti er bæði frosinn kúrbítur og frosnar edamame baunir. Kútbítur inniheldur A, C og B vítamín, járn, zink, kalíum og magnesíum, þá er hann einnig trefjaríkur og gefur silkimjúka áferð á boostið. Edamamebaunirnar eru prótein og trefjaríkar og innihalda einnig hæfilegt magn af kolvetnum og fitu. kaupi þær frosnar í pokum og þær eru snilld til að auka næringu í boosti. Það er hægt að blanda þeim í hvaða boost sem er því þær eru nánast bragðlausar.

Innihald fyrir einn:

-100 gr frosinn kúrbítur

-100 gr frosnar edamame baunir

-75 gr banani

-200 ml möndlumjólk

-1 msk kakó

-30 gr súkkulaðiprótein


Öllu blandað vel saman í blandara, það er líka hægt að blanda klökum í þetta ef þú vilt. Það er viljandi gert að setja ekki meiri sætu en bananana, það þurfa ekki öll boost að vera dísæt. En ef þú vilt meiri sætu er líka gott að setja 2-3 döðlur.

Ef ég er að gera þetta boost fyrir krakka mína sleppi ég próteinduftinu og set aðeins meira kakó og smá skyr, til dæmis vanilluskyr.


Næring í boostinu:

Kolvetni: 34,8 gr

Prótein: 38,6 gr

Fita: 10,1 gr

Trefjar: 10 gr


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page