top of page

Snjókarla pizzur

Hvað er betra en pizza í desember, jólalegar snjókarlapizzur sem allir elska. Tilvalið að fá börnin með sér í þessa eldamennsku.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs passar einstaklega vel með.Innihald í 6 snjókarla: 1 bolli hveiti / 140 g 1 bolli hreint skyr / 230 g 1 tsk lyftiduft / 5 g


Álegg:

pizzasósa

mozzarella ostur

svartar ólífur

gulrót fyrir nef

fersk basilíka

Allt sett saman í skál og hnoðað saman, mér finnst þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum. Deiginu er skipt í 6 parta og snjókarl myndaður. Það er gott að stinga nokkur göt með gaffli í hverja pizzu fyrir bökun svo þær blási ekki mikið út. Botnarnir eru forbakaðir við 180 gráður í um 10 mínútur, svo er áleggið sett á hvern snjókarl. Pizza sósa fyrst, svo mozzarella osturinn. Snjókarlinn er svo skreyttur með svörtum ólífum, gulrót í nefið og fersk basilíka fyrir trefil. Snjókarlarnir eru svo bakaðir í um 8-10 mínútur á sama hita.


Næring í 100 g (bara botninn) Kolvetni: 37,8 g Prótein: 14,1 g Fita: 0,6 g Trefjar: 1,4 g Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó pizzuna til. Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða próteinpizza. (Skráningin á við um tilbúna pizzubotna, ekki áleggið). Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page