top of page

Snickers grautur

Orkuríkur snickers grautur sem svíkur engan! Mér finnst snilld að byrja annasama daga á þessum graut ef mig vantar orku sem dugir mér lengi. Þegar ég geri hann fyrir krakkana mína þá sleppi ég einfaldlega próteinduftinu eða set smá kakó á móti haframjölinu.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald: - 40 gr haframjöl - 20 gr súkkulaðiprótein - 150 ml kolvetnaskert hleðsla

- smá salt


Toppur:

- 15 gr hnetusmjör 1 msk

Súkkulaði:

- 5 gr kókosolía 1 tsk

- 5 gr kakó 1 tsk

- 5 gr hunang eða önnur sæta 1 tsk Haframjölinu, próteinduftinu og hleðslunni blandað saman í glas eða krukku, best að láta þetta standa yfir nótt en það má líka láta grautinn bíða á borði í um hálftíma. Yfir þetta er svo sett hnetusmjör og að lokum súkkulaðið sem búið er til með því að blanda saman bræddri kókosolíu, hunangi og kakói. Sem skraut má setja nokkrar salthnetur ofaná (ath það er ekki inni í næringargildunum fyrir grautinn).


Ég hef stundum gert einn svona graut og sett hann í tvær litlar skálar sem eftirrétt fyrir krakkana mína, þau elska þetta.

Næring í einum graut:

Kolvetni: 38,5 gr

Prótein: 36,5 gr

Fita: 18,9 gr

Trefjar: 5,1 gr


Ath - salthneturnar eru valfrjálsar, þær eru ekki inni í heildar macros tölunum.


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða snickers grautur. Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga




Comments


bottom of page