top of page

Smashburger taco

Ég var búin að vera lengi á leiðinni að prófa þessa uppskrift sem ég sá á tiktok. Hér er hún komin í macros vænan búning. Ég nota nautahakk í uppskriftinni en það er einnig hægt að nota kalkúnahakk sem er fituminna kjöt.


Það er sniðugt að hafa ofnbakaðar kartöflur með þessu, ég myndi segja að magn á mann væri um 2 - 3 stk svo mögulega þurfa sumir að stækka uppskriftina, ég geri eina og hálfa fyrir mína fjölskyldu.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald:

8 litlar tortillur

500 g nautahakk

jöklasalat (iceberg)

laukur

súrar gúrkur niðurskornar

ostsneiðar 17%


Sósan:

1 dós sýrður rjómi 180 g

2 msk sætt sinnep (gult) 30 g

2 msk tómatsósa 30 g

súrar gúrkur fínt niðurskornar 50 g

salt, pipar, hvítlauksduft eftir smekk


Ég var með 8 litlar hringlaga tortillur og skipti 500 gr af nautahakkinu í 8 parta, hver 62/63 g.

Skar fínt niður kálið, laukinn og súru gúrkurnar og setti til hliðar. Blandaði öllum innihaldsefnunum í sósuna saman í skál.

Nautahakkið kryddað með salti og pipar og svo dreift á hverja tortillu, reyndu að láta það ná alveg út í endana. Tortillurnar eru svo steiktar í um 3-4 mínútur með hakkið niður. Snúið við, ostsneið sett ofan á og tortillan hituð aðeins áfram, til dæmis á annarri pönnu.

Það er sniðugt að geyma steiktu tortillurnar inni í heitum ofni á meðan restin er steikt. Borið fram með káli, lauk, súrum gúrkum og sósunni sem minnir á big mac sósuna góðu.


Næring í sósunni 100 g

Kolvetni: 6,2 g

Prótein: 2,9 g

Fita: 6,5 g

Trefjar: 0 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða smashburgertaco sósa.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page