top of page

Smashburger salat

Þetta salat kom alveg ótrúlega á óvart. Þetta er smá tilbreyting við smashburger taco réttinn en þetta bragðast nánast eins og Mc donalds, sósan passar því líka frábærlega vel á hamborgara.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald í salat

nautahakk

litlir tómatar

jöklasalat (iceberg)

laukur

súrar gúrkur

gúrka

rifinn cheddar ostur


Sósan:

1 dós sýrður rjómi 180 g

2 msk sætt sinnep (gult) 30 g

2 msk tómatsósa 30 g

súrar gúrkur fínt niðurskornar 50 g

salt, pipar, hvítlauksduft eftir smekk


Innihaldið í salatið fer algjörlega eftir smekk en ég myndi segja að 500 g af nautahakki væri hæfilegt magn fyrir 3-4 einstaklinga. Ég skar fínt niður kálið, laukinn, tómatana, gúrkurnar og súru gúrkurnar. Nautahakkið steikt og kryddað með salti og pipar og smá hamborgarakryddi, það svo látið kólna örlítið á meðan sósan er útbúin. Öllum innihaldsefnunum í sósuna er blandað saman í skál. Uppskriftin er einföld en ég mæli alveg með því að tvöfalda hana, hún er ótrúlega góð.


Ég raðaði svo salati í hverja skál eftir smekk, setti cheddar ost yfir og að lokum smashburger sósuna.


Næring í sósunni 100 g

Kolvetni: 6,2 g

Prótein: 2,9 g

Fita: 6,5 g

Trefjar: 0 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða smashburgertaco sósa.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page