Þetta er alveg hið fullkomna snakk ef þig langar í eitthvað en samt eiginlega ekki. Eða bara eitthvað smá eftir kvöldmat.
Innihald:
-250gr hreint skyr eða með vanillubragði -1 mtsk hnetusmjör (10gr)
-1 mtsk sukrin gold (10gr)
-100gr frosin hindber
Blandaðu skyrinu, hnetusmjörinu og sýrópinu saman í skál. Ef þú ert með vanilluskyr er óþarfi að nota sýrópið. Settu þvínæst bökunarpappír í fat og dreifðu skyrblöndunni á fatið, reyndu að hafa blönduna frekar þunna, um 5mm það er þægilegra að borða þetta ef þetta er ekki of þykkt.
Settu svo hindberin ofaná og inn í frysti í 2-3 klst.
Taktu úr og skerðu í litla bita, láttu bitana standa á borði í nokkrar mínútur áður en þú bítur í þetta. Fullkomið snakk á kvöldin eða í sumarhitanum.
Næring í 100gr
Kolvetni: 4,6 gr
Prótein: 8,6 gr
Fita: 1,7 gr
Trefjar: 3 gr
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða skyrsnakk. (skráningin á við um tilbúna uppskrift).
Smelltu hér til að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó snakkið til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments