top of page

Sheperds pie

Í tilefni af Breskum dögum í Hagkaup ákvað ég að prófa að búa til sheperds pie sem er einstaklega breskur réttur sem smellpassar inn í haustið okkar.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup þar sem þú færð allar vörurnar sem ég er að nota.


Innihald

500 g nautahakk

1 msk ólífuolía

1 laukur 150 g

2-3 hvítlauksrif

2-3 gulrætur 100 g

2 sellerí stilkar 45 g

3 msk tómat púrra

1 msk worcestershire sósa

2 msk bitro í 200 dl vatn

2 dl rauðvín

200 g grænar baunir

salt og pipar

ferkst rósmarín


Kartöflumúsin:

700 g kartöflur

2 eggjarauður

120 g parmesan ostur

2 msk smjör

50 - 70 ml mjólk

salt og pipar


Gúrku salat

1 gúrka niðurskorin

100 g grísk jógúrt

1 msk hrísgrjónaedik

ferskt dill 3-4 msk

salt, pipar og hvítlaukur

vorlaukur eftir smekk


Nautahakkið steikt á pönnu upp úr olíunni, hakkið er kryddað með salti og pipar og á meðan það er steikt er laukurinn og selleríið skorið smátt niður. Gulræturnar rifnar með rifjárni. Lauknum, selleríinu og gulrótunum er svo blandað út í hakkið, worcestershire sósa sett út á ásamt tómat púrrunni. Bisto blandað saman við vatn og hellt út á pönnuna ásamt rauðvíninu. Hvítlaukurinn er rifinn fínt niður og bætt út á pönnuna. Að lokum er grænu baununum bætt út á pönnuna ásamt ferska rósmaríninu. Þetta látið malla við lágan hita í um 30 mínútur eða lengur.


Þá er næst að búa til kartöflumúsina, kartöflurnar eru flysjaðar, skornar í bita og soðnar í um 20 -25 mínútur. Þegar þær eru tilbúnar finnst mér best að gera kartöflumúsina í hrærivél en það má hræra hana saman á annan hátt. Kartöflurnar settar í hrærivélaskálina ásamt, salti, pipar, rifnum parmesan osti, 2 msk smjöri, eggjarauðum og mjólk. Öllu blandað vel saman. Ég setti 80 g parmesan ost í kartöflumúsina sjálfa og 40 g ofan á.


Kjötrétturinn er svo settur í eldfast mót og kartöflumúsin sett þar ofan á. Ég set rifinn parmesan ost yfir í lokin en það má líka setja rifinn ost. Rétturinn er svo hitaður í ofni í um 25 mínútur við 200 gráður eða þar til osturinn er farinn að bráðna.


Með réttinum var ég með einfalt gúrkusalat, innihaldsefnunum er blandað saman í skál og gúrkan svo sett út í í lokin. Vorlaukurinn settur niðurskorinn ofaná. Hvaða ferska salat sem er passar einnig vel með þessum rétti.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page