top of page

Sætkartöflusúpa

Veturinn kallar á matarmiklar súpur, svo þægilegur matur þar sem oft er gott að nýta grænmeti sem er komið er á síðasta séns í súpur. Þessi súpa er próteinrík en ég er einnig með hugmyndir um hvernig hægt er að auka próteinmagnið í henni.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald: - 1 msk olía

- 1 laukur / 145 g

- 2 hvítlauksrif

- 2 gulrætur 110 g

- 1 sæt kartafla 550 g

- 500 g kotasæla - 1 dós kjúklingabaunir 230 g - 1 tsk salt

- 1 tsk pipar

- 1 tsk hvítlauksduft

- smá chilli (má sleppa)

- 2 msk grænmetiskraftur

- 1,5 l vatn

Þú byrjar á því að steikja hvítlaukinn og laukinn upp úr olíunni og bætir svo smám saman restinni af grænmetinu í pottinn ásamt kryddinu. Bætir svo vatninu út í og lætur þetta sjóða við vægan hita í 20 - 30 mínútur eða lengur. Þegar grænmetið er allt orðið mjúkt set ég kotasæluna út í súpuna og mauka hana með töfrasprota svo hún verði silkimjúk.


Mjög gott að setja smá sýrðan rjóma yfir súpuna og rifinn ost, ég set það á borðið svo hver og einn geti fengið sér.


Til að fá meiri fyllingu í súpur set ég oft smá pasta út í súpur fyrir krakkana. Til að auka próteinmagnið er sniðugt að notast við próteinpasta til að bæta út í. Einnig er mjög gott að harðsjóða egg og setja út í súpuna til að auka bæði fitu og prótein.


Svo er einnig sniðugt að búa til próteinríkt hvítlauksbrauð með því að nota uppskriftina að próteinpizzunni, búa til lítil brauð, pensla með eggjahvítu og strá hvítlauksdufti ofan á og smá salti.


Uppskriftina að próteinpizzunni má finna hér.

Næring í 100 g af súpu

Kolvetni: 7.2 g

Prótein: 3.6 g

Fita: 1.7 g

Trefjar: 1.4 g



Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða sætkartöflusúpa.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga




bottom of page