Þetta kjúklingabaunasnakk er einfalt og næringarríkt og sniðugt að setja það út á salat.

Uppskriftin er eftirfarandi:
227 gr kjúklingabaunir (ég notaði eina dós af niðursoðnum kjúklingabaunum)
5 gr ólífu olía (1 tsk) 5 gr chilli krydd (1 tsk)
5 gr sítrónupipar (1 tsk)
5 gr paprikukrydd (1 tsk)
Salt
Hellið vatninu af kjúklingabaununum og skolið, mér finnst gott að taka hýðið af þeim en það er smekksatriði. Setjið baunirnar í skál og þerrið þær örlítið með pappír. Blandið þvínæst öllu í skálina, setjið kjúklingabaunirnar á bökunarpappír og bakið við 180 gráður í 35 mínútur.
Það er skemmtilegt að leika sér með þessa uppskrift og nota sitt uppáhalds krydd.
Næring í 100 gr
Kolvetni: 41 gr
Prótein: 14,8 gr
Fita: 9,3 gr
Trefjar: 7,4 gr
(þetta er lítil uppskrift, varð um 100gr, ég mæli með að gera tvöfalda)

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
コメント