Ég fékk að smakka þetta rauðrófusalat hjá Unni Láru vinkonu minni fyrir nokkru síðan og hef látið mig dreyma um það síðan. Hér er uppskriftin komin og í tilefni af veganúar er ég að notast við vegan osta.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allar vörurnar sem ég nota.
Innihald fyrir 4:
3 - 4 forsoðnar rauðrófur 370 g
1 dl parmesan frá Violife 45 g
1 dl brauðraspur 65 g
130 g feta frá Violife
1 spínat poki 200 g
5 - 6 gulrætur 300 g
2 bollar kínóa ósoðið (þyngist við suðu)
1 tsk olía
1 msk grænmetiskraftur
Krydd, salt, pipar, chilli, hvítlaukskrydd.
*Olía á salatið - valfrjálst
Gulræturnar eru skornar í bita, settar í skál og 1 tsk af olíu hellt yfir þær, kryddaðar með chilli explosion og svörtum pipar. Bakaðar við 150 gráður í 20 mínútur.
Kínóa er soðið samkvæmt leiðbeiningum í 15 mín, 2 bollar af kínóa í 4 bolla af vatni ásamt 1 msk af grænmetiskrafti og smá chilli eftir smekk, ég setti um hálfa tsk. Kínóað er svo kælt örlítið.
Brauðraspurinn er brúnaður á pönnu og kældur, svo er brauðraspinum og rifnum parmesan ostinum blandað saman ásamt 1 tsk af hvítlaukskryddi, 1 tsk salti og pipar eftir smekk.
Rauðrófurnar eru skornar í bita líkt og franskar og þeim velt upp úr brauð/parmesan blöndunni.
Salatinu er svo blandað saman í stóra skál og gott að bera fram með ólífuolíu fyrir þá sem það vilja.
Næring í 100 g
Kolvetni: 19.2 g
Prótein: 3.2 g
Fita: 3.9 g
Trefjar: 1.8 g
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða rauðrófusalat.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments