top of page

Rauðrófuhummmus

Ég fæ ekki leið á því að búa til uppskriftir sem innihalda rauðrófur. Ástæðan er einföld, rauðrófur eru ofurfæða, góðar fyrir alla og sérstaklega þá sem eru að æfa mikið. Talið er að rauðrófur geti hjálpað til við að lækka blóðþrýsting og minnkað bólgur í líkamanum. Rauðrófur eru stútfullar af trefjum, vítamínum og steinefnum. Svo er einfaldlega gaman að borða allt sem er bleikt og fallegt.

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald:

100 g forsoðnar rauðrófur 1 - 2 eftir stærð

100 g ostakubbur frá MS

230 g kjúklingabaunir (ein dós)

4 - 5 msk safi af kjúklingabaununum

1 msk tahini / 10 g

Safi úr einni sítrónu 2 - 3 msk

1 hvítlauksrif

1 tsk kúmín

Pipar og smá salt


Kjúklingabaununum er hellt í sigti og safinn tekinn frá, ég reyni að taka mesta af hýðinu af baununum frá, án þess að eyða öllum deginum í það. Öllum innihaldsefnunum er svo blandað saman í blandara eða matvinnsluvél. Fínt að smakka hummusinn til og salta í lokin ef þér finnst þurfa salt. Osturinn er saltur svo passaðu að setja ekki of mikið salt. Ég setti um 4 msk af safanum af kjúklingabaununum. Ef þér finnst vanta meiri vökva þá er gott að bæta við meiri safa eða meiri sítrónusafa.

Mjög fallegt að bera hummusinn fram í skál og brjóta smá af ostakubbnum í litla bita ofan á.

Næring í 100 g

Kolvetni: 11.8 g

Prótein: 7.2 g

Fita: 6.3 g

Trefjar: 1.7 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða rauðrófuhummus.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó hummusið til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Comments


bottom of page