Rauðrófur eru í uppáhaldi hjá mér, ekki vegna bragðsins heldur vegna næringarinnar. Rauðrófur eru stútfullar af vítamínum og trefjum, þær eru blóðþrýstingslækkandi, vinna gegn bólgum í líkamanum og eru frábærar fyrir endurheimt eftir æfingar. Eða eins og ég myndi segja allra meina bót. Mörgum finnst bragðið af þeim frekar rammt en mér finnst gott að blanda með þeim í boost með annað hvort appelsínu, sítrónu eða lime, það dempa aðeins bragðið af þeim. Svo er líka gott að venja sig og börnin sín á að það þurfa ekki öll boost að vera dísæt.
Uppskriftin er fyrir einn:
50 gr soðnar frosnar rauðrófur
50 gr frosin hindber 75 gr appelsína (hálf) 40 gr vínber
30 gr sítrónu prótein
10 gr hampfræ
1-2 bollar kalt vatn (eftir smekk)
Ég kaupi rauðrófur annað hvort ferskar í næstu matvöruverslun eða soðnar í pokum í Costco. Það má setja þær bæði hráar eða soðnar í boost.
Þú getur notað hvaða próteinduft sem er í þessa uppskrift með vanillu- eða ávaxtabragði.
Næring í boostinu:
Kolvetni: 23,9 gr
Prótein: 29,2 gr
Fita: 7,1 gr
Trefjar: 4,4 gr
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Beetroot smoothie
Recipe for one:
50 gr frozen beetroot
30 gr lemon protein powder
75 gr orange (half) 40 gr red grapes
30gr lemon protein powder
10 gr hampseeds
1-2 cups cold water
Comments