Próteinríkt pastasalat
- Helga Gunnarsdottir
- Apr 14
- 1 min read
Þetta salat hefur slegið rækilega í gegn heima hjá mér. Mjög þægilegur matur í miðri viku og sniðugt að nýta það sem er til í ísskápnum hverju sinni.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald:
2 dósir túnfiskur í vatni (vatninu hellt af)
350 g pastaskrúfur (ósoðin þyngd)
2 dósir 10% sýrður rjómi frá MS
3 msk dijon sinnep
sítrónusafi úr hálfri sítrónu
hálf gúrka 250 g
1 paprika 150 g
1 rauðlaukur 100 g
120 g ólífur
salt, pipar og hvítlauksduft 1 tsk af hverju
Þú byrjar á því að blanda sýrða rjómanum, dijon sinnepinu, sítrónusafanum og kryddinu saman í skál. Næst er svo tímabært að sjóða pastað eftir leiðbeiningum í um 10-12 mínútur. Túnfisknum er blandað saman við sósuna í skálinni, grænmetið skorið niður í litla bita og blandað út í skálina. Pastað er svo kælt örlítið áður en því er blandað saman við. Það er hægt að bera salatið fram strax eða gera það áður og geyma í kæli.
Grænmetið í salatinu er ekki heilagt, það má sleppa því sem þú átt ekki til eða nota það sem þér finnst best. Þetta salat er líka einstaklega sniðugt til að hafa með sér í nesti.

Næring í 100 g
Kolvetni: 15,4 g
Prótein: 7,2 g
Fita: 3,3 g
Trefjar: 1 g
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Próteinríkt pastasalat.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments