top of page

Próteinríkt eplasalat

Ótrúlega einfalt og gott eplasalat. Frábær morgunmatur eða millimál.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald:

1 epli skorið í þunnar sneiðar

1 1/2 bolli grísk jógúrt

1 tsk hnetusmjör

1 tsk hunang

smá kanill

smá granóla (má sleppa)


Skerið eplið í þunnar sneiðar, blandið innihaldsefnum saman í krukku eða nestisbox sem hægt er að loka og hristið saman.


Setjið í skál eða borðið beint upp úr krukkunni eða nestisboxinu. Gott að toppa með smá granóla.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

 
 
 

Commentaires


bottom of page