top of page

Próteinríkt bananabrauð

Frábært brauð til að borða yfir daginn, sniðugt í millimál.



200 gr eggjahvíta

40 gr hveitiklíð

130 gr hveiti

3 bananar (300-330 gr ca.)

30 gr fjörmjólk eða önnur mjólk

50 gr erythritol gervisykur (má sleppa)

10 gr matarsódi og smá salt


Blanda öllu vel saman og setja í brauðform, baka við 170 gráður í 50 mínútur.


Bananabrauð er yfirleitt eins og nafnið gefur til kynna frekar kolvetnaríkt en þessi uppskrift er próteinrík sem gerir þetta að enn betri kosti yfir daginn. Sniðugt í nesti eða með kaffinu um helgar.



Næring í 100 gr

Kolvetni: 23,6 gr

Prótein: 10 gr

Fita: 2,7 gr

Trefjar: 2,4 gr


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Commentaires


bottom of page