Þetta snakk gæti einfaldlega ekki verið hollara. Frábærlega gott á bragðið og svo næringarríkt, stútfullt af próteini og trefjum. Snakkið er vegan og er búið til úr edamame- og mungbauna pastalengjum frá Explore cuisine sem fást í Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðinni.
Ég mæli með því að þú prófir þessa fljótlegu og einföldu uppskrift, annað hvort til að hafa yfir sjónvarpinu eða til að grípa til í vinnunni. Ég verð nú að koma því á framfæri að börnunum mínum finnst þetta ljómandi gott og biðja mig oft um að gera svona snakk fyrir heimilið.
Innihald
-100gr pastalengjur (sjá mynd neðar)
- 1/2 tsk olía
- það krydd sem þér finnst gott, ég notaði eftirfarandi:
- 1 tsk laukkrydd
- 1 tsk paprikukrydd
- 1 tsk chilli krydd
- 1/2 tsk hvítlaukssalt
Þú byrjar á að sjóða pastað eftir leiðbeiningum á kassanum í 5-7 mínútur og hellir svo vatninu af. Þú setur pastað í skál og hellir olíunni yfir og blandar saman, svo setur þú kryddið út í skálina og blandar öllu vel saman.
Þvínæst raðar þú lengjunum á bökunarplötu, ég reyndi að leggja þær þannig að ein lengja sé lögð saman. Reyndu að hafa ekki þykkt lag á hverjum stað svo pastað verði stökkt við eldun. Þetta er svo hitað í ofni við 180 gráður í 25 mínútur. Það er gott að snúa snakkinu við eftir um 15 - 20 mínútur og ef það er ekki allt orðið brakandi stökkt eftir 25 mínútur er gott að baka það áfram í 5 mínútur.
Næring í 100gr
Kolvetni: 15,8 gr
Prótein: 48,2 gr
Fita: 10,9 gr
Trefjar: 28 gr
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga próteinsnakk.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við heildverslunina Lindsay sem flytur inn Explore cuisine vörurnar.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó snakkið til.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Kommentit