Þetta er einföld og sniðug uppskrift þegar þig langar í eitthvað sætt og gott. Algjörlega fullkomið kökudeig sem hægt er að borða, því við vitum nú öll að kökudeigið úr skálinni er það besta við bakstur. Uppskriftin er orkurík, sniðug í nesti eða eftirrétt.
Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.
Innihald:
1 msk hnetusmjör /10 g
1 msk hunang /15 g
70 g grísk jógúrt
25 g próteinduft með vanillubragði
15 g súkkulaðibitar
Þú byrjar á því að hræra saman hnetusmjöri og hunangi, bætir svo gríska jógúrtinu út í skálina og hrærir vel. Næst er próteinduftinu blandað saman við og að lokum súkkulaðibitunum.
Það er hægt að borða kökudeigið strax en það má líka kæla það aðeins og borða það svo. Uppskriftin hentar fyrir einn en það er líka sniðugt að skipta henni í tvær skálar.
Það er líka mjög gott að bæta við annarri matskeið af hnetusmjöri og matskeið af möndlumjöli eða fínt muldu haframjöli, þá þykknar áferðin á deiginu aðeins. En þá hækkar jafnframt fitu magnið í uppskriftinni.
Næring heilli uppskrift
Kolvetni: 28,3 g
Prótein: 27,4 g
Fita: 16,7 g
Trefjar: 1,1 g
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða prótein kökudeig.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó deigið til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments