Hér er próteinpizzan í nýrri útfærslu. Pizzu samloka með parma skinku, mozzarella osti og fleira fíneríi á milli.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs passar einstaklega vel með.
Innihald í tvær samlokur (fyrir tvo)
1 bolli hveiti / 140gr
1 bolli hreint skyr / 230gr
1 tsk lyftiduft / 5gr
Álegg eftir smekk, en ég notaði:
grænt pestó
klettasalat
tómata
mozzarella ost
parma skinku
balsamik gljáa
Öll innihaldsefnin sett saman í skál og hnoðað saman, mér finnst oft þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum. Þú skiptir svo deiginu í tvennt og fletur út í hring. Deigið er svo brotið í tvennt og hveiti stráð á annan helminginn til að koma í veg fyrir að botnarnir festist saman þegar þeir eru grillaðir.
Ég grillaði svo samlokuna á funheitu grilli í um 12 mínútur, 6 mínútur á hvorri hlið. Ég er með pizzastein á grillinu.
Ef samlokan er föst saman eftir grillunina þarf að skera hana til að fá hana til að opnast.
Áleggið er svo sett inn í samlokuna og borið strax fram.
Næring í 100 g af brauðinu.
Kolvetni: 37,8 g
Prótein: 14,1 g
Fita: 0,6 g
Trefjar: 1,4 g
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó pizzu samlokuna til.
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða próteinpizza.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Σχόλια