Eina vitið með góðar vefjur er að búa til pizzu úr þeim. Linsubauna vefjurnar eru bæði prótein og kolvetnaríkar og því tilvalið að nota þær sem botn fyrir pizzu. Með áleggi og osti ofaná ertu svo komin/n með fitu í máltíðina sem gerir hana alveg fullkomna næringu hvenær sem er.
Innihald:
-200 gr rauðar linsubaunir (einn bolli)
-2 bollar volgt vatn
-salt (1tsk eða minna)
Leggið linsubaunirnar í bleyti í um 2-3 klst. Eftir þann tíma er baununum og vatninu hellt yfir í blandara og blandað vel saman ásamt saltinu. Hellið smá af deiginu á heita pönnu og steikið á báðum hliðum. Deigið er frekar þykkt svo það er mikilvægt að dreifa aðeins úr því á pönnunni með sleif. Þú færð um 8 stk af vefjum úr uppskriftinni en það fer þó allt eftir stærð. Það er líka mjög gott að prufa að setja mismunandi krydd út í deigið til dæmis laukkrydd eða oregano.
Næring í 100 gr
Kolvetni: 21,1 gr Prótein: 10,5 gr Fita: 0,6 gr Trefjar: 4,9 gr
Það er mjög sniðugt að nota þessa vefju til að búa til pizzu. Ég set á mína pizzusósu, ost, pepperoni og eitthvað grænmeti. Þú setur það álegg sem þú elskar, bakar í 200 gráðu heitum ofni í um 10 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað.
Smelltu hér til að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó pizzurnar til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments