Börnin mín elska þennan pastarétt, hann er einstaklega barnvænn, fljótlegur og góður. Það er vel hægt að búa til ótrúlega gott rjómakennt pasta án þess að nota rjóma. Ég nota skinku í þennan rétt því það er svo fljótlegt en það er líka mjög sniðugt að nota kjúkling til að auka próteinmagnið.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup
Innihald fyrir fjóra
- 1 msk ólífuolía
- 1-2 hvítlauksrif
- 1 laukur / 110 g
- 150 g skinka
- 300 g pasta
- 125 g próteinpasta
- 250 g kotasæla maukuð
- 100 g rjómaostur með karamellíseruðum lauk
- 100 ml + vatn af pastanu
- krydda með 1 tsk af salti, pipar, oregano og smá chilli eftir smekk.
Þú byrjar á því að skera laukinn og hvítlaukinn smátt niður og steikir upp úr olíunni. Bætir svo skinkunni á pönnuna og steikir létt. Næst maukar þú kotasæluna og bætir henni út á pönnuna ásamt smurostinum og lækkar hitann örlítið. Á sama tíma er gott að sjóða pastað eftir leiðbeiningum á pakkningunni. Þegar pastað er tilbúið er því hellt út á pönnuna, gott að setja um 100 ml af pastavatninu með út á pönnuna eða meira ef þér finnst vanta vökva í réttinn.
Ég set yfirleitt um 125 g af próteinpasta og 300 g af venjulegu pasta. Ef þú ert ekki með próteinpastað þá er líka hægt að nota 400 g af venjulegu. Ég nota yfirleitt þann rjómaost sem ég á hverju sinni, hvort sem það er þessi með karamellíseruðum lauk, papriku eða hver sem er.
Næring í 100 g
Kolvetni: 16,8 gr
Prótein: 9 gr
Fita: 3,5 gr
Trefjar: 1,8 gr
Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða pastaréttur. Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comentarios