top of page

Ofnbökuð ommiletta með kotasælu

Þetta er einföld og sniðug uppskrift sem sniðugt er að gera í hádeginu eða í kvöldmat.

Það er hægt að leika sér með innihaldið sem þú setur í bökuna þína, þú skerð niður þitt uppáhalds grænmeti eða einfaldlega sleppir því. Fljótlegt og einfalt.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald:

1 tortilla kaka

2 egg

100 g kotasæla

paprika eftir smekk

vorlaukur eftir smekk

salt, pipar og hvítlauksduft


Þú setur tortillu köku í skál sem má fara í ofn og það er gott að nota bökunarpappír undir tortilluna svo hún festist síður við skálina. Þú setur tortilluna ofan á bökunarpappírinn og myndar skál úr henni, setur svo tvö egg ofan í ásamt 100 g af kotasælu og hrærir saman. Skerð niður grænmeti og setur út í, ég var með papriku og vorlauk. Gott að krydda með smá salti, pipar og hvítlauksdufti.


Hitað í ofni við 190 gráður í 30 mínútur.

Það er hægt að lækka fituna með því að nota eggjahvítu eingöngu eða á móti einu eggi.


Næring í einni böku

Kolvetni: 23,6 g

Prótein: 30,9 g

Fita: 17,5 g

Trefjar: 1 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða ofnbökuð ommiletta.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

bottom of page