top of page

Núðlusalat

Þetta er eitt af mínum uppáhalds salötum og þar leikur dressingin mjög stórt hlutverk.

Ég hef yfirleitt kjúklingabringur með sem ég sker í bita og set ofan á salatið, einnig passar mjög vel að hafa risarækjur með þessu salati.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs passar einstaklega vel með.

Innihald:

Hrísgrjónanúðlur 200 g (hráar)

Kínakál 120 g

3-4 gulrætur 150 g

1 Paprika 100 g

1 Gúrka 250 g

Vorlaukur 50 g

Ferskur kóríander (fyrir þá sem vilja)

Edamame baunir 180 g


Hnetusmjörssósan:

80 ml Hoi Sin sósa frá Blue dragon

80 g hnetusmjör

Safi úr einni límónu (má vera meira)

2 msk Sriracha hot sósa

2 hvítlauksrif

10 g ferskt engifer

2 msk hrísgrjóna edik

50 ml vatn eða meira ef sósan er of þykk Grænmetið allt skorið smátt niður eða rifið niður með rifjárni, bara eins og þér finnst best, magnið af grænmetinu skiptir litlu máli, bara það sem þú átt til. Hrísgrjónanúðlurnar soðnar og sósan útbúin á meðan. Það er bæði hægt að hella allri sósunni yfir salatið eða blanda helming við salatið og hafa hinn helminginn til hliðar til að bæta á hvern disk. Mjög gott að bera fram með niðurskornum salthnetum.


Ég bý svo til sósuna með því að setja allt hráefnið í blandara og blanda saman, sósunni er svo hellt yfir salatið og þetta borið fram strax.

Næring í 100 g (salat með sósu)

Kolvetni: 15,3 g

Prótein: 3,6 g

Fita: 3,6 g

Trefjar: 0,8 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða núðlusalat. Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til. Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comentarios


bottom of page