top of page

Morgungrautur

Þessi hafragrautur er gerður kvöldinu áður og látinn bíða í ísskáp yfir nótt. Ótrúlega næringarríkur og algjör trefja bomba! Þessi er mjög sniðugur fyrir þá sem taka með sér nesti og geta þá gert hann kvöldinu áður.


Innihald:

50 gr haframjöl

100 gr hreint skyr

5 gr chia fræ

20 gr rúsínur (má sleppa)

120 ml mjólk eða möndlumjólk

30 gr frosin hindber

30 gr frosin bláber


Öllu hrært saman í ílát og látið bíða yfir nótt. Mér finnst gott að setja berin út í grautinn kvöldinu áður og láta þau þiðna yfir nótt.


Næring í þessum graut:

Kolvetni: 52,6 gr

Prótein: 20 gr

Fita: 7 gr

Trefjar: 10 gr


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

コメント


bottom of page