top of page

Minn allra besti

Þetta boost er í uppáhaldi hjá mér, ef þið elskið lime þá er þetta alveg skothelt.Uppskriftin er fyrir einn:

80 gr frosin hindber

90 gr epli

1 lime

30 gr sítrónu próteinduft

150 ml möndlumjólk eða önnur mjólk

6-8 klakar

Blandið öllu vel saman í blandara, þykktin á boostinu ræðst af því hversu mikinn vökva þú notar. Mér finnst 150-200 ml vera hæfilegt magn. Það er líka hægt að nota vanilluprótein í þetta boost.


Næring í boostinu:

Kolvetni: 26,2 gr

Prótein: 25,5 gr

Fita: 4 gr

Trefjar: 7 gr

Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page