top of page

Mexíkó súpa með púrrulauksídýfu

Updated: Apr 14

Hér er einstaklega fljótleg og þægileg aðferð við að útbúa ljúffenga mexíkó súpu. Ég notaði eitt bréf af mexíkó súpu frá Toro, svo var ég einnig með bréf af púrrulaukssúpu frá Toro fyrir ídýfuna.


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lindsay heildsölu.


Innihald fyrir fjóra:

1 bréf Mexikansk tomatsuppe frá Toro

800 ml vatn

2 dl mjólk eða rjómi

2 kjúklingabringur (má sleppa)


Ídýfan:

2 dl kotasæla

1/2 dl púrrulaukssúpa


Það sem ég hafði með súpunni:

nachos

sýrður rjómi

ferskur kóríander

niðurskorin paprika


Ég byrjaði á því að grilla kjúklinginn. Á meðan hellti ég svo vatni og mjólk í pott ásamt Toro mexíkósúpu bréfinu. Blandaði þessu saman og hitaði við miðlungs hita.


Ég bjó svo til ídýfuna með því að banda saman kotasælu og púrrulaukssúpu.

Ég skar svo niður grillaða kjúklinginn og blandaði honum út í súpuna.


Á hverja súpuskál setti ég svo niðurskorna papriku, sýrðan rjóma og kóríander. En til hliðar var ég með nachos og púrrulauks ídýfuna.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.



Comments


bottom of page