top of page

Mexikókjúllaréttur

Þessi kjúklingaréttur kom skemmtilega á óvart og sló í gegn hjá krökkunum. Rétturinn er mjög próteinríkur og því sniðugt að hafa eitthvað kolvetnaríkt meðlæti með, kartöflur, hrísgrjón, nachos flögur eða vefju og setja þá réttinn í vefju.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Hagkaup, þar sem þú færð allt í þennan rétt.


Innihald:

2 - 3 kjúklingabringur 780 g

1 laukur 140 g

2 msk ólífu olía

brokkolí 250 g

paprika 180 g

kotasæla 500 g

2 krukkur chunky salsa sósur frá Santa Maria 460 g

rifinn mozzarella ostur 200 g

classic spice mix frá El taco truck

ferskt kóríander (má sleppa)

ferskur chilli (má sleppa)

lime (má sleppa)


Ég byrja á því að krydda kjúklingabringurnar með taco kryddinu og skelli þeim svo út á grill. Það er líka hægt að skera kjúklinginn í bita og steikja á pönnu en mun þægilegra finnst mér að grilla hann. Ég sker svo niður frekar smátt lauk, brokkolí og papriku og steiki þetta upp úr olíunni.

Þegar kjúklingurinn er grillaður sker ég hann í smáa bita og blanda saman við grænmetið á pönnunni, þetta er svo sett í eldfast mót.

Ég blanda saman í matvinnsluvél einni dós af kotasælu ásamt tveimur krukkum af salsa sósu og um 2 msk af taco kryddi. Sósunni er svo hellt yfir grænmetið og kjúklinginn í eldfasta mótinu og blandað örlítið saman. Ostur settur yfir og þetta er svo hitað í ofni við 200 gráður í um 15 - 20 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.


Næring í 100 g

Kolvetni: 2,3 g

Prótein: 12,8 g

Fita: 3,6 g

Trefjar: 0,6 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Maxikókjúllaréttur.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

Comments


bottom of page