top of page

Mánaðarmatseðillinn mars


Í febrúar prófuðum við að búa til matseðil fyrir allan mánuðinn í staðinn fyrir eina viku í einu. Það er gott að hafa gott skipulag á næringunni sinni. Og eitt helsta ráðið sem ég gef þeim sem eru hjá mér í næringarþjálfun er að skipuleggja sig, skipuleggja hvern dag og setja helst kvöldmatinn inn snemma í appið, þá sérðu betur hvað þú ættir að vera að borða yfir daginn og lendir síður í að eiga eftir að borða mikið af næringu að kvöldi til.


Reynslan af þessu hjá okkur í febrúar var mjög góð, við náðum betur að nýta afganga og fórum í færri búðarferðir.


Flestar uppskriftirnar eru héðan af heimasíðunni en eitthvað er tekið af öðrum stöðum og fylgja þá vefslóðir með á þær uppskriftir. Vonandi nýtist þetta ykkur jafn vel og okkur. Endilega sendið mér skilaboð á instagram (helgamagga) ef þið eruð með hugmyndir af sniðugum og einföldum réttum til að setja á næsta mánaðarlista.


  1. Miðvikudagur - Flatey afmæli Siggu

  2. Fimmtudagur - Pulsur / hrökkbrauðs pizza

  3. Föstudagur - Skyr Pizza

  4. Laugardagur - Hamborgarar

  5. Sunnudagur - Chilli c. carne helgamagga tvöföld uppskrift

  6. Mánudagur - Carbonara

  7. Þriðjudagur - Chilli c. afgangar settir í taco/vefjur

  8. Miðvikudagur - Einfaldasti fiskrétturinn - helgamagga

  9. Fimmtudagur - Núðlur með kjúlla&grænm. Engin uppskrift, sker niður kjúkkling, gufusýð brokkolí, steiki egg, lauk og blanda saman við eggjanúðlur. Soya sósa og sweet chilli sósa.

  10. Föstudagur - Skyr pizzan

  11. Laugardagur - Grillaður kjúklingur á grind - helgamagga

  12. Sunnudagur - Lasanja af helgamagga.is

  13. Mánudagur - Afgangar settir í vefjur/taco

  14. Þriðjudagur - Einfaldasti fiskrétturinn - helgamagga

  15. Miðvikudagur - SkyrPíta með kjúlla - helgamagga

  16. Fimmtudagur - Kjúllabringur með rauðu pestó, feta og döðlum, bankabygg. Uppskriftin er af grgs en ég set 1 krukku af pestói, ca. 2 msk á hverja bringu og sleppi olíunni.

  17. Föstudagur - Skyr pizzan

  18. Laugardagur - Kjúklingaborgarar og franskar

  19. Sunnudagur - Kalkúnabollur helgamagga.is

  20. Mánudagur - Mexikó kjúklingasúpa, uppskrift frá Evu Laufey

  21. Þriðjudagur - Steiktur fiskur og kartöflur

  22. Miðvikudagur -Afgangar af súpunni frá mánudeginum.

  23. Fimmtudagur - Taco með kjúlla/rækjum

  24. Föstudagur - Skyr Pizzan

  25. Laugardagur - Naggar ala pabbi, Uppskriftin er úr bókinni Heilsuréttir fjölskyldunnar.

  26. Sunnudagur - Lambalæri

  27. Mánudagur - Afgangar af lambalæri eða Pastaréttur af helgamagga

  28. Þriðjudagur - Fiskur sinneps

  29. Miðvikudagur - Lime súpa með núðlum og kjúkling

  30. Fimmtudagur - Plokkfiskur keyptur

  31. Föstudagur - Skyr pizzan



Comments


bottom of page