Mjög einföld og góð uppskrift af linsubaunasnakki með aðeins tveimur innihaldsefnum, linsubaunum og eggjahvítum. Það er bæði hægt að nota þetta eins og snakk eða eins og hrökkbrauð og smyrja með rjómaosti eða kotasælu. Einstaklega prótein- og trefjaríkt.
Innihald
-100gr rauðar linsubaunir (ósoðnar)
-100gr eggjahvíta
- það krydd sem þér finnst gott, ég notaði eftirfarandi:
- 1/2 tsk laukkrydd
- 1 tsk paprikukrydd
- 1/2 tsk chilli krydd
- 1/2 tsk hvítlaukssalt
Þú tekur linsubaunirnar ósoðnar og malar þær í blandara svo þær verði að fínu dufti, blandar þvínæst eggjahvítunum og kryddinu saman við. Dreyfðu úr blöndunni á bökunarpappír og reyndu að hafa þetta eins þunnt og þú getur (2-3mm að þykkt, þekur nánast ofnskúffu).
Hitað í ofni við 160 gráður (blástur) í 22-25 mínútur. Bökunartíminn fer eftir ofnum en ef þú sérð að það er óbakað í miðjunni eftir þennan bökunartíma er í góðu lagi að baka örlítið lengur.
Kælið og takið af bökunarpappírnum og brjótið niður í hæfilega bita.
*Ég verð nú að taka það fram að fjölskyldan mín var ekki sérstaklega hrifin af þessu (grunar að ég hafi kryddað of mikið það sem þau smökkuðu) en ég er alveg viss um að það er einhver þarna úti eins og ég og elskar þetta.
Næring í 100gr Kolvetni: 22 gr Prótein: 17,2 gr Fita: 0,6 gr Trefjar: 7,4 gr Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða linsubaunasnakk.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó snakkið til.
Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
Comments