top of page

Lasagne súpa

Lasagne súpa er svo skemmtileg tilbreyting við venjulegt lasagne.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup þar sem þú færð allar vörurnar sem ég er að nota.


Innihald:

1 msk olía

150 g laukur (einn laukur)

2-3 hvítlauksrif

500 g nautahakk

400 g niðursoðnir tómatar (1 dós)

660 g pasta sósa (1 dós)

170 g tómat púrra

150 g kotasæla

35 g parmesan ostur

900 g kjötsoð, ein ferna

250 g lasagne plötur frá Filotea


Salt, pipar, timían um 1 tsk af hverju kryddi.

Fersk basilíka


Byrjaðu á því að skera lauk og hvítlauk smátt og steikja upp úr olíunni. Bættu hakkinu út í pottinn og kryddaðu með salti, pipar og timían. Bættu því næst sósunum út í pottinn, maukaðri kotasælunni og svo kjötsoðinu. Svo rífur þú parmesan ostinn yfir og blandar við súpuna. Gott að setja smá ferska basilíku yfir. Að lokum eru lasagne plöturnar brotnar niður í bita og bætt út í pottinn. Þetta látið malla á miðlungs hita í um 20 - 30 mínútur eða þangað til pastaplöturnar eru tilbúnar. Ef þér finnst súpan vera of þykk er gott að bæta smá vatni út í hana.


Gott að bera súpuna fram með maukaðri kotasælu til hliðar og parmesan osti.


Næring í 100 g

Kolvetni: 9,7 g

Prótein: 6,4 g

Fita: 3 g

Trefjar: 1 g


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga


Það tekur um það bil 20 - 25 mínútur að skella í þennan rétt.


Comments


bottom of page