top of page

Kjúklingasalat með sætum kartöflum

Þetta kjúklingasalat er endurgerð á salati sem ég hef keypt á veitingastaðnum ginger. Einfalt, fljótlegt, macros vænt og krakkarnir elska það líka sem er alltaf plús. Ég nota yfirleitt það grænmeti sem ég á í ísskápnum og það er ekkert heilagt en það sem verður að vera eru wasabi hneturnar og sætu kartöflurnar. Ég sker yfirleitt salatið niður í skál og hef svo hneturnar sér í annarri skál, kjúklinginn sér og sætu kartöflurnar sér. Þá getur hver og einn stjórnað því hversu mikið magn hann vill fá á diskinn sinn.


Innihald fyrir einn:

-200gr sæt kartafla (eða minna)

-1 tsk olía á kartöfluna (má sleppa)

-salat

-hálf paprika

-gúrka

-130gr kjúklingur

-30gr wasabi hnetur

-30gr sweet chilli sósa


Byrjaðu á því að skera sætu kartöfluna í bita og hita í ofni við 200gráður í 30mínútur. Ég setti smá olíu á kartöflurnar en það er hægt að sleppa því, svo kryddaði ég þær með salti og pipar. Það er gott að láta kartöflurnar kólna aðeins áður en þær eru settar út á salatið.

Ég var með tilbúnar eldaðar kjúklingalundir svo það tók mig aðeins um 5 mínútur að skera allt niður í salatið eftir að kartöflurnar voru tilbúnar úr ofninum.

Ég notaði sweet chilli sósu á salatið sem ég blanda ca. 50/50 saman við volgt vatn. Ástæðan er sú að þessi sósa er bæði mjög kolvetnarík og stútfull af sykri en með því að drýgja hana með vatni ertu strax kominn með aðeins skárri kost en bragðið helst það sama. Svo má auðvitað nota hitaeiningalausar súrsætar sósur sem fást í næstu verslun.

Það er einfalt að stjórna kolvetnamagninu með því að minnka magnið af sætu kartöflunni eða wasabi hnetunum, svo má auka próteinið með því að setja meira magn af kjúklingi.


Næring í þessu salati fyrir einn:

Kolvetni: 85,4 gr

Prótein: 46 gr

Fita: 12,8 gr

Trefjar: 6 gr


Smelltu hér til að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó salatið til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga-

Comments


bottom of page