top of page

Kjúklinganaggar

Kjúklinganaggar eru í uppáhaldi hjá öllum enda einföld og næringarrík máltíð.


Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Coka Cola, en Coke án sykurs passar einstaklega vel með.


Innihald:

4 kjúklingabringur /890 g

1 tsk salt

1 tsk hvítur pipar

1 dl hveiti / 70 g

2 egg eða eggjahvíta

155 g kornflex

3 msk olía


Kjúklingabringurnar eru skornar í bita, passaðu að skera þær ekki í of litla bita, það er meiri vinna að hafa fleiri bita og þú þarft þá meira kornflex. Blandaðu saman í skál hveiti, salti og hvítum pipar. Settu egg í aðra skál. Blandaðu saman muldu kornflexi og olíunni og settu á disk eða eldfast mót. Þú byrjar svo á því að setja kjúlingabitana í skál ásamt hveitiblöndunni, veltu þessu saman. Helltu næst eggjunum út í skálina og hrærðu vel svo allir bitarnir verði blautir af eggi. Því næst er bitunum velt upp úr kornflexinu og svo raðað á bökunarpappír/ofnskúffu.


Bitarnir eru svo hitaðir við 200 gráður í 20 mínútur. Það er gott að snúa þeim eftir 10 mínútur en líka í lagi að sleppa því. Með þessu hef ég yfirleitt franskar, hot wings sósu, gráðostasósu og bbq sósu.


Næring í 100 g af nöggum.

Kolvetni: 19,8 g

Prótein: 26,1 g

Fita: 4,1 g

Trefjar: 0,8 gr


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Kjúklinganaggar.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó naggana til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga

bottom of page