Kjötbollur með púrrulaukssúpu
- Helga Gunnarsdottir
- May 21
- 1 min read
Þessar kjötbollur eru svo einfaldar og góðar, svo setur púrrulaukssósan algjörlega punktinn yfir i -ið. Næringarríkt og gott og svo er þetta einstaklega sniðugt í nestisboxið.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lindsay heildsölu.

Innihald:
500 g nautahakk
1 dl púrrulaukssúpu duft frá Toro
60 g brauðraspur
2 egg
150 g kotasæla
1 tsk salt
Vefjur
Sósan:
300 g kotasæla
restin af púrrulaukssúpunni úr pokanum
Blandið innihaldsefnunum saman í skál með höndunum eða í hrærivél. Mótið litlar bollur, setjið á bökunarplötu. Hitið við 190 gráður í 25-30 mínútur.
Búið til sósuna á meðan bollurnar eru í ofninum og skerið niður grænmetið.
Sósan sett á vefju ásamt grænmeti, 2-3 bollur settar inn í vefjuna og henni lokað.
Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó bollurnar til.
Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga
コメント