top of page

Kjúklingasalat með stökkum hrísgrjónum

  • Writer: Helga Gunnarsdottir
    Helga Gunnarsdottir
  • May 27
  • 2 min read

Updated: May 28

Einstaklega sumarlegt og ferskt salat með stökkum hrísgrjónum. Tilvalinn réttur þegar þú vilt bjóða fólki í mat eða einfaldlega dekra við fjölskylduna þína.


Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.


Innihald:

Stökkt hrísgrjón

200 g hrísgrjón (ég notaði poka grjón, tvo poka)

1 msk ólífuolía

1 tsk paprika, 1 tsk oreganó, 1 tsk hvítlauksduft


Kjúklingur

3 - 4 kjúklingabringur (ég var með 830g)

2 msk ólífuolía

2 tsk malað túrmerik

2 tsk cumin

1 tsk kanill

1 tsk hvítlauksduft

½ tsk svartur pipar


Salat

1 gúrka skorin í bita

1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

½ rauðlaukur, sneiddur fínt (má vera meira)

6 litlar súrar gúrkur, skornar í litla bita

1 lúka fersk mynta, söxuð smátt

80 g salat


Jógúrtsósa

200 g grísk jógúrt

2 msk tahiní

2 msk ólífuolía

sítrónusafi úr 1 sítrónu

2 hvítlauksrif

1 tsk salt

1 msk hunang eða hlynsíróp


Byrjaðu á að sjóða hrísgrjónin og hita ofninn í 200°C. Settu svo soðin og örlítið kæld hrísgrjón á bökunarplötu og blandaðu saman við þau ólífuolíu og kryddi. Bakaðu í 30–35 mínútur, hrærðu einu sinni á miðri leið. (Fylgstu með svo þau brenni ekki).


Á meðan hrísgrjónin eru í ofninum er kjúklingurinn skorinn og svo steiktur á pönnu ásamt kryddinu.

Skerðu niður öll hráefnin fyrir salatið og settu í stóra skál. Láttu kjúklinginn kólna örlítið áður en hann er settur út á salatið. Taktu hrísgrjónin úr ofninum og kældu örlítið.


Næst er sósan útbúin, öll innihaldsefnin eru sett í matvinnsluvél og blandað saman þar til sósan er orðin silkimjúk. Ég notaði töfrasprota.


Bættu kjúklingnum og stökkum hrísgrjónum ofan á salatið og að lokum er sósunni hellt yfir.


Næring í 100 g

Kolvetni: 6,5 g

Prótein: 13,5 g

Fita: 4,1 g

Trefjar: 0,7 g


Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Kjúklingasalat með stökkum hrísgrjónum.


Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til.


Endilega láttu mig vita ef þú prufar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga



 
 
 

Comments


bottom of page