top of page

Kartöflusalat

Einstaklega gott og næringarríkt kartöflusalat sem er gott meðlæti með öllum mat. Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við MS - Gott í matinn.

Innihald: 800 g kartöflur

180 g sýrður rjómi 10% / ein dós

100 g twaróg ostur

2 msk dijon sinnep

2 msk hunang

safi úr einni sítrónu

1 rauðlaukur 110 g

2-3 litlar súrar gúrkur 175 g

ferskt dill eftir smekk niðurskorið salt og pipar Þú byrjar á því að sjóða kartöflurnar í um 20 mínútur. Á meðan er innihaldsefnunum blandað saman í skál, twaróg osturinn er mulinn niður, rauðlaukurinn skorinn smátt niður ásamt súru gúrkunum og dillinu. Vatninu er svo hellt af kartöflunum og þær látnar kólna örlítið. Skornar í hæfilega bita og þeim blandað út í skálina.

Næring í 100 g Kolvetni: 14 g Prótein: 3.3 g Fita: 2.3 g Trefjar: 1,4 g Smelltu hér til þess að sjá TikTok myndband af því hvernig ég bjó réttinn til. Endilega láttu mig vita ef þú prófar þessa uppskrift með því að tagga mig á instagram @helgamagga




bottom of page